Um okkur

Um okkur
Heyrnartækni er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi og hóf starfsemi í júní 2001. Heyrnartækni er leiðandi í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni og veitum við reglulega þjónustu á fjölda staða á landsbyggðinni fyrir utan Reykjavík. Starfsfólk Heyrnartækni hefur áratuga reynslu af greiningu og meðferð heyrnarskerðingar og sækir reglulega námskeið til að bæta við þekkingu í heyrnarfræðum og meðhöndlun heyrnarskerðingar.
Starfsfólk

Anna Linda Guðmundsdóttir

Árni Hafstað
Löggiltur talmeinafræðingur
Off. Godkjent Audiograf

Hér finnur þú okkur
Heyrnartækni er til húsa í Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykjavík. Gengið er inn norðan megin í húsið, gegnt Tennishöllinni. Við eigum hjólastól fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Best er að leggja á bílastæðinu fyrir framan gamla Glæsibæ ef keyra þarf hjólastól inn í Heyrnartækni.

Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga er opið frá 8:30 til 16:30.
Föstudaga er opið frá 8:30 -til 16:00.

Umboðsfyrirtæki
Heyrnartækni er umboðsaðili fyrir danska fyrirtækið Oticon sem er einn elsti, stærsti og virtasti heyrnartækjaframleiðandi í heiminum. Oticon var stofnað árið 1904 af Hans Demant en eiginkonan hans var heyrnarskert.
Hjá Oticon starfa rúmlega 3.000 manns og er fyrirtækið með heyrnartækjastöðvar í 24 löndum og sjálfstæða umboðsaðila í 80 löndum víðs vegar um heiminn.

Persónuverndarstefna Heyrnartækni
Heyrnartækni er annt um persónuvernd og leggur því ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar sem við meðhöndlum í okkar starfsemi og tryggja lögmæta notkun þeirra.