fbpx

Zircon heyrnartæki

Zircon heyrnartæki

Zircon eru ný heyrnartæki í milliverðflokki. Zircon færa þér skýr hljómgæði og hjálpa þér að greina talmál og hljóð allt í kringum þig.

Þú færð 360° hljóðupplifun með Zircon

Öflug tækni í Zircon heyrnartækjunum gerir þér kleift að fylgjast með samtali allt í kringum þig. Með Zircon verður talmál skýrara og tækin hjálpa þér að staðsetja hljóð og beina athyglinni að því sem þú vilt heyra. Hröð hljóðúrvinnsla gerir Zircon tækjunum kleift að fjarlægja óæskilegan hávaða – jafnvel á milli orða!

Úrval tækja í Zircon línunni

Zircon heyrnartækin er hægt að fá í miniRITE eða miniBTE útfærslu. RITE tækin eru með þunnum hljóðvír og stöðluðu eyrnastykki á endanum en BTE tækin eru með hljóðslöngu og sérsmíðuðu hlustarstykki. Báðar útfærslur eru fáanlegar með endurhlaðanlegum eða einnota rafhlöðum.

 

Endurhlaðanleg heyrnartæki

Þú getur fengið Zircon heyrnartækin með endurhlaðanlegri rafhlöðu eða valið að vera með einnota rafhlöðu. Það tekur 3 klst. að fullhlaða Zircon heyrnartækin. Full hleðsla skilar 24 klst. notkunartíma eða 16-20 klst. virkni með hljóðstreymingu.

*Áætluð virkni og endingartími rafhlöðu byggist á notkun, stillingum, heyrnarskerðingu, hljóðumhverfi, aldri á rafhlöðu og notkun á þráðlausum búnaði.

Þráðlausir tengimöguleikar

Ef þú ert með iPhone þá getur þú streymt hljóði úr símanum í Zircon heyrnartæki og hljóðnemi í heyrnartækjunu sendir hljóð/talmál frá þér þráðlaust í símann. Þannig getur þú talað handfrjálst með Zircon og iPhone*. Ákveðnar tegundir Android síma bjóða upp á þráðlausa hljóðstreymingu** en ekki alveg handfrjálsa eins og með iPhone. Þú getur streymt hljóði úr símanum í heyrnartækin en Android sími getur ekki tekið á móti hljóði/talmáli frá þér úr heyrnartækjunum, heldur þarftu að tala í hljóðnemann á símanum.

*Virkar með iPhone 11 með iOS 15.2 eða nýrri kynslóð/uppfærslu.
**Android síminn þarf að vera með ASHA til að leyfa þráðlausa streymingu í Zircon heyrnartækin.