Zircon heyrnartæki
Þú færð 360° hljóðupplifun með Zircon
Öflug tækni í Zircon heyrnartækjunum gerir þér kleift að fylgjast með samtali allt í kringum þig. Með Zircon verður talmál skýrara og tækin hjálpa þér að staðsetja hljóð og beina athyglinni að því sem þú vilt heyra. Hröð hljóðúrvinnsla gerir Zircon tækjunum kleift að fjarlægja óæskilegan hávaða – jafnvel á milli orða!
Þráðlausir tengimöguleikar
Ef þú ert með iPhone þá getur þú streymt hljóði úr símanum í Zircon heyrnartæki og hljóðnemi í heyrnartækjunu sendir hljóð/talmál frá þér þráðlaust í símann. Þannig getur þú talað handfrjálst með Zircon og iPhone*. Ákveðnar tegundir Android síma bjóða upp á þráðlausa hljóðstreymingu** en ekki alveg handfrjálsa eins og með iPhone. Þú getur streymt hljóði úr símanum í heyrnartækin en Android sími getur ekki tekið á móti hljóði/talmáli frá þér úr heyrnartækjunum, heldur þarftu að tala í hljóðnemann á símanum.