fbpx

Ráðgjöf

Ráðgjöf

Farið verður yfir niðurstöðu heyrnarmælingar með þér strax að henni lokinni. Í flestum tilfellum eru heyrnartæki fyrsta lausnin við heyrnarskerðingu. Sum heyrnarvandamál krefjast þó frekari skoðunar hjá háls-, nef- og eyrnalækni en við munum vísa þér áfram til frekari skoðunar sé þörf á því. Ef heyrnarmælingin leiðir í ljós að heyrn þín sé skert og tímabært að nota heyrnartæki verður farið yfir mögulegar lausnir og þú getur fengið tæki til prufu í vikutíma.

Hafðu einhvern með þér

Flestum finnst gott að hafa maka, fjölskyldumeðlim, vin eða vinkonu með sér í fyrstu heimsókn. Það getur hjálpað þér og þínum nánustu að fara saman yfir þær upplýsingar sem veittar eru sem og ráðgjöfina sem veitt er að lokinni heyrnarmælingu.