fbpx

Hvað er BrainHearing?

Þú heyrir með heilanum … ekki eyrunum!

Heyrn og sér í lagi talskilningur krefjast vitrænnar úrvinnslu. Eyrun taka á móti hljóði en það er heilinn sem vinnur með hljóðupplýsingarnar og gefur þeim merkingu. Í hvert sinn sem einhver hljóð vantar þá reynir heilinn að fylla upp í eyðurnar og oft reynist það erfitt og þreytandi. Góð heyrn snýst ekki eingöngu um að heyra hljóð nógu vel. Góð heyrn snýst um að hjálpa heilanum að skilja hljóðin sem þú heyrir. Þess vegna hefur Oticon fært nálgun sína í þróun á heyrnartækjum frá „eyru fyrst“ yfir í „heilinn fyrst“.

Að heyra betur með minni áreynslu á heilann

Hefur þú einhvern tímann hugsað: „Ég heyri ágætlega ef ég einbeiti mér nógu mikið.“ Eða: „Heyrnartækin mín eru ágæt en ég þreytist oft þegar ég nota þau.“

Það reynir meira á heilann að átta sig á merkingu þess sem sagt er ef hann fær ekki nóg af hljóðupplýsingum til að vinna úr. Með BrainHearing tækninni þá fær heilinn upplýsingar frá öllu hljóðrýminu sem gerir honum keift að einbeita sér að mikilvægustu hljóðunum. BrainHearing er einstök tækni í heyrnartækjum frá Oticon, hönnuð til að hjálpa heilanum að vinna betur úr hljóðupplýsingum.

BrainHearing tæknin frá Oticon

Þegar hljóð berst inn í eyrun og nær til heilans þá eiga sér stað fjórar grundvallar aðgerðir til að gefa hljóðinu merkingu. BrainHearing tæknin í heyrnartækjum frá Oticon var þróuð til að styðja við það hvernig heilinn starfar og vinnur úr hljóðum:

  1. Staðsetja hljóð með því að nota bæði eyrun
  2. Aðgreina ólík hljóð
  3. Einbeita sér að því sem skiptir máli
  4. Þekkja hljóðin og fá úr þeim merkingu

Baráttan við skerta andlega færni eða heilabilun

Þekkt er að lífstílstengdir þættir eins og reykingar og offita geta aukið áhættu á heilabilun.  Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt fram á að ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur aukið líkur á skertri andlegri færni eða heilabilun*.  Í nýlegri rannsókn sem birt var í Lancet um fyrirbyggjandi þætti gegn heilabilun kemur fram hlutfallsleg áhætta á heilabilun hafði sterkustu fylgnina við heyrnarskerðingu**.  Jafnframt kom fram að því verri sem heyrnin er, því meiri líkur eru á heilabilun.  Þar sem heyrnarskerðing er einn af þeim áhættuþáttum sem hægt er að meðhöndla, þá mæla höfundar greinarinnar með notkun heyrnartækja.

*Lin, F.R. and Albert, M. 2014. Hearing loss and dementia – who is listening? Aging and Mental Health. 18(6), pp.671-673.
**Livingston, G. et al. 2020. Dementia prevention, intervention, and care: 2020 report of the Lancet Commission. The Lancet. 396 (10248), pp.413-446.

Heyrnartæki sem var hannað til að hjálpa heilanum

Byltingarkennd BrainHearing tæknin í More heyrnartækjunum færa heilanum meira af mikilvægum hljóðupplýsingum og bæta þannig talskilning, og hjálpa þér að muna meira.  Hugsaðu vel um heilann og hann mun þá hjálpa þér meira.

  • Færa heilanum 30% meira af hljóðum**
  • Bæta talskilning um 15%**
  • Draga úr áreynsu við að hlusta þannig að þú manst meira af því sem sagt er
**Amieva et al., 2015. Self-reported hearing loss, hearing aids, and cognitive decline in elderly adults: a 25-year study.
** Santurette, et al., 2020. Oticon More clinical evidence.  Oticon Whitepaper.  More heyrnartæki borin saman við Opn S heyrnartæki