fbpx

Eyrnasuð

Eyrnasuð

Eyrnasuð, eða tinnitus, getur verið tímabundið eða varanlegt. Hljóðið sem þú heyrir í eyrunum eða höfðinu getur verið breytilegt en margir lýsa því sem nið, suði eða blísturhljóði.

Talið er að 80% þeirra sem þjást af eyrnasuði séu með einhverja skerðingu á heyrn, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Þrátt fyrir að heyrnarskerðing og eyrnasuð haldist oft í hendur þá er eyrnasuð ekki endilega sjúkdómur. Eyrnasuð er einkenni sem getur orsakast af mörgum þáttum og jafnvel byrjað án ástæðu. Eyrnasuð getur haft mikil áhrif á viðkomandi, kallað fram streitu, kvíða, reiði og valdið svefntruflunum. Fyrsta skrefið í að ná stjórn á eyrnasuði er að leita sér aðstoðar og ráðgjafar hjá sérfræðingi.