fbpx

Hvernig heyrum við?

Hvernig heyrum við

"Halló"

Eyrnagöng
Hljóðhimna
Hamar
Steðji
Ístað
Hljóðhimna
Taugaþræðir
Kuðungurinn
Back

Heilinn

Heilinn vinnur síðan úr þessum taugaboðum sem til hans berast frá kuðungnum. Þannig getum við ákveðið hvaða hljóðboð skipta okkur máli og fylgt þeim eftir.

Innra eyra

Úrvinnsla hljóðs byrjar í innra eyranu en þar er hljóðbylgjum breytt í taugaboð. Snigillaga kuðungurinn er fullur af vökva og hljóðbylgjurnar valda því að hreyfing kemst á þennan vökva. Skyntaugafrumur nema hreyfinguna og senda taugaboð til heilans.

Miðeyra

Miðeyrað samanstendur af hljóðhimnunni og þrem litlum eyrnabeinum; hamar, steðji og ístað. Þessar einingar vinna saman til að magna upp hljóðbylgjur og koma þeim til innra eyrans.

Ytra eyra

Lögun eyrans tryggir að það grípi hljóðbylgjur sem lenda á því og beina þeim inn í hlustina að hljóðhimnunni.