Intent heyrnartæki
Helstu eiginleikar Intent
- Skynjarar sem nema höfuð- og líkamshreyfingar
- Fjórvíddartækni sem lagar sig að hlustunarþörfum
- Djúptauganet þjálfað til að þekkja hljóð
- Framúrskarandi skýrleiki
- Hámarkshjálp fyrir heilann með BrainHearing tækni
- Endurhlaðanleg heyrnartæki
- Handfrjáls símtöl og þráðlaus hljóðstreyming
HELSTU EIGINLEIKAR INTENT
Intent greina höfuð- og líkamshreyfingar
Intent frá Oticon eru fyrstu heyrnartækin í heiminum með fjórvíddarskynjurum, tækni sem tekur m.a. tillit til höfuð- og líkamshreyfinga notandans
Hámarkshjálp fyrir heilann
Intent heyrnartækin veita þér aðgang að öllum hljóðum sem skipta máli og eru hönnuð til að veita heilanum hámarksstuðning.
Intent skynja hvað þú vilt hlusta á
Fjórvíddartækni í Intent gerir tækjunum kleift að skynja hvern eða hvað þú ætlar að hlusta á og hjálpa þér þannig að heyra skýrar og betur í öllum aðstæðum.
Endurhlaðanleg tæki
Með endurhlaðanlegum heyrnartækjum losnað þú við umstang sem fylgir reglulegum rafhlöðuskiptum. Það tekur eingöngu 2 klst. að fullhlaða Intent.
Að heyra í krefjandi aðstæðum
Flestir sem missa heyrn upplifa erfiðleika við að heyra talmál í krefjandi aðstæðum eins og fjölmenni og klið. Í slíkum aðstæðum, reynir á getu til að heyra en einstaklingsbundin hæfni til að greyna talmál frá hávaða getur verið breytileg.
Hefðbundin heyrnartæki vinna á þann hátt að draga sem mest úr bakgrunnshávaða þannig að talmál verði skýrara, óháð heyrnarþörfum hvers og eins. En hvað ef heyrnartækin vissu hvern þú ætlar að hlusta á og gætu þannig beint fókusnum nákvæmlega að þeim stað eða einstakling sem þú ætlar að tala við eða hlusta á?
Heyrnartæki sem greina höfuð- og líkamshreyfingar
Höfuðhreyfingar gegna mikilvægu hlutverki við að móta hljóðupplýsingar sem ná til okkar og geta tekið breytingum eftir því hvernig við snúum höfðinu. Það hvernig við snúum höfðinu endurspeglar hlustunarásetning og hverju við viljum beina athygli okkar að*.
Intent frá Oticon eru fyrstu heyrnartækin í heiminum með fjórvíddarskynjurum, tækni sem tekur tillit til höfuð- og líkamshreyfinga, samtalsvirkni og hvernig hljóðumhverfi þú ert í. Þannig geta tækin aðlagað sig nákvæmlega að þínum hlustunarþörfum og veitt þér hámarkshjálp þegar þú þarft á henni að halda
*Higgins et al. (2023). Head movement and its relation to hearing. Frontiers in Psychology.
Fjórvíddartækni í Intent
Intent búa yfir einstakri fjórvíddartækni sem leggur grunninn að hljóðvinnslu í heyrnartækjunum. Skynjarar í tækjunum nema og greina eftirfarandi:
Höfuðhreyfingar: skynjarar nema hreyfingar höfuðsins.
Líkamshreyfingar: skynjarar greina hvort þú ert á hreyfingu eða stendur kyrr.
Samtalsvirkni: skynjarar greina hvort þú ert í virku samtalið eða ekki.
Hljóðumhverfið: skynjarar greina hljóðupplýsingar 360° í kringum þig.
Þjálfað til að þekkja hljóð
Intent heyrnartækin búa yfir háþróuðu djúptauganeti sem skilar þér meiri skýrleika í talmáli. Djúptauganetið í Intent hefur verið þjálfað með milljónum hljóðdæma og eru heyrnartækin þannig búin að “læra” allar gerðir hljóða. Þessi háþróaða gervigreindartækni gerir tækjunum kleift vita hvernig hljóð eiga að hljóma og færa þér þannig nákvæmari hljóðupplifun.
Endurhlaðanleg heyrnartæki
Intent eru endurhlaðanleg heyrnartæki. Með endurhlaðanlegum tækjum losnar þú við umstang sem fylgir reglulegum rafhlöðuskiptum. Þú getur hlaðið tækin meðan þú sefur en full hleðsla tekur eingöngu 2 klst. sem tryggir þér 20 klst. virkni*
15 mín. hleðsla = 4 klst. virkni
30 mín. hleðsla = 8 klst. virkni
60 mín. hleðsla = 16 klst. virkni
120 mín. hleðsla = 20 klst. virkni
*Ath. væntanlegur notkunartími fyrir endurhlaðanleg heyrnartæki fer eftir notkunarmynstri, stillingum, heyrnarskerðingu, hljóðumhverfi, aldri rafhlöðu og notkun á þráðlausum aukabúnaði.
Öflug BrainHearing tækni
Heilinn þinn fylgist stöðugt með hljóðum í kringum þig, bæði í forgrunni og bakgrunni. Hljóðin sem þú veitir eftirtekt ráðast aðallega af hlustunaráformum þínum hverju sinni. Intent heyrnartækin búa yfir BrainHearing tækni sem sérfræðingar hjá Oticon hafa þróað, til að líkja eftir því hvernig heilinn vinnur úr hljóðum. Intent heyrnartækin fanga hvert smáatriði og hjálpa þannig heilanum og þér að taka þátt í samræðum og njóta lífsins.
Handfrjáls símtöl og þráðlaus hljóðstreyming
Intent heyrnartækin eru með Bluetooth sem býður upp á margskonar tengimöguleika við önnur tæki.
Handfrjáls símtöl: Þú getur notað Intent heyrnartækin sem þráðlaus heyrnartól með iPhone og ákveðnum tegundum af Android símum*
Þráðlaus hljóðstreyming: Njóttu hjóðstreymingar beint frá iPhone, iPad, Mac og ákveðnum tegundum af Android símum, spjaldtölvum og Window*.
Hljóðstreyming frá sjónvarpi: Þú getur streymt hljóði þráðlaust frá sjónvarpinu í heyrnartækin með TV boxi frá Oticon
*Handfrjáls símtöl eru möguleg með ákveðnum símtækjum. Smelltu hér til að sjá hvort síminn þinn sé samhæfur með Intent.
Háþróuð tækni og falleg hönnun
Intent heyrnartækin búa yfir öflugri gervigreindartækni, fjórvíddarskynjurum og nýrri kynslóð af BrainHearing tækni.
Intent eru minni en eldri tegundir af endurhlaðanlegum tækjum frá Oticon og með 33% styttri hleðslutíma.
Intent koma í fjórum tækniflokkum; 1,2,3 og 4. Efstu tækniflokkarnir bjóða upp á meiri stuðning í krefjandi aðstæðum og geta dempað hávaða í kringum þig mun meira en ódýrari tækin.
Þú getur fengið Intent í mörgum fallegum litum, hönnuð til að passa við húð- eða háralit eða persónulegan stíl.
Intent skynja hvað þú vilt hlusta á...
Intent heyrnartækin frá Oticon veita þér meiri aðgang að töluðu máli, jafnvel í flóknu og krefjandi hljóðumhverfi. Intent nota háþróaða gervigreindartækni við hljóðvinnslu og eru tækin með fjórvíddarskynjara. Þessi tækni gerir heyrnartækjunum kleift að skynja og “skilja” hvern eða hvað þú ætlar að hlusta á. Þannig hjálpa Intent heyrnartækin þér að heyra skýrar og betur í öllum aðstæðum.