fbpx

Endurkomur

Endurkomur

Mikilvægir þættir í meðhöndlun heyrnarskerðingar eru endurkomur og fínstillingar á heyrnartækjum.
Heyrnartækin eru stillt nákvæmlega eftir heyrnarriti þínu og hægt er að sníða stillingar að persónulegum hlustunarþörfum. Eftir að heyrnartæki hafa verið afhent eru bókaðir eftirlitstímar til að fylgjast með því að stillingar séu réttar og að allt gangi vel.

Ekkert gjald er tekið fyrir endurkomur og fínstillingar svo lengi sem heyrnartækin eru í notkun. Það er hluti af þeirri þjónustu sem við veitum. Nauðsynlegt er að bóka tíma í endurkomu og fínstillingu. Í flestum tilfellum er hægt að fá tíma innan sólarhrings á virkum degi.