Einkenni og orsakir

Einkenni heyrnarskerðingar
Heyrn skerðist oft á löngum tíma og oft eru það ættingjar eða vinir sem taka fyrst eftir breytingu á heyrn. Ef þú ert með skerta heyrn þá hafa þeir sem eru í kringum þig oft á tilfinningunni að þú hlustir ekki nógu vel eða kvarta undan því að sjónvarpið sé of hátt stillt. Þú tekur eftir því að erfiðara verður að heyra í fjölmenni og klið og upplifir jafnvel að aðrir tali óskýrt, sér í lagi unga fólkið eins og barnabörnin. Þegar heyrn skerðist þá þýðir það ekki endilega að öll hljóð verði daufari. Algengast er að geta til að heyra hátíðnihljóð dofni og þar af leiðandi verður talmál óskýrara en áður. Þú þarft að leggja meira á þig til að heyra og fylgjast með því sem verið er að segja.

Orsakir heyrnarskerðingar
Skert heyrn er oft tengd við hækkandi aldur en sú er þó ekki alltaf raunin Þrátt fyrir að fólk á öllum aldri geti misst heyrn þá er algengast að heyrnarskerðing komi fram upp úr miðjum aldri Aðrar orsakir heyrnarskerðingar geta meðal annars verið eyrnasýkingar, heilahimnubólga, sjúkdómar í eyra eins og ístaðshersli, Méniére’s, áverkar á höfuð eða eyra og viðvera í miklum hávaða. Erfðir geta líka spilað stórt hlutverk hvernig heyrn þróast með aldrinum og ákveðin heilkenni eru tengd heyrnarskerðingu, sem dæmi: Usher’s, Alport og Pendred. Þess má geta að reykingar geta aukið líkur á heyrnarskerðingu.
Heimild:
WHO, 2021. Highlighting priorities for ear and hearing care – World report on hearing. World Health Organization Geneva; 2021.

Aldurstengd heyrnarskerðing
Aldurstengd heyrnarskerðing er oftast hægfara og kallast á fræðimáli Presbyacusis Hún orsakast af skemmdum á örsmáum hárfumum í innra eyra en þessar frumur vaxa ekki aftur og því er heyrnarskerðingin varanleg Langvarandi viðvera í hávaða læknisfræðilegar ástæður og ákveðin gen gera suma einstaklinga viðkvæmari fyrir heyrnartapi með hækkandi aldri.
Það eru skýr tengsl eru á milli hækkandi aldurs og heyrnarskerðingar en flestir þeirra sem eru með heyrnarskerðingu, eða um 62%, eru komnir yfir miðjan aldur2. Alvarleiki heyrnarskerðingar fer einnig vaxandi með hækkandi aldri.
Tölur frá Bretlandi gera ráð fyrir að um 8,2% einstaklinga á aldrinum 40-49 ára séu með skerta heyrn, 18,9% í aldurshópnum 50-59 ára, um 35,7% á aldursbilinu 60-69 ára og um 60% einstaklinga á aldrinum 70-79 ára.
Heimildir:
1) National Institute on Deafness and Other Communication Disor
2) GBD 2019 Hearing Loss Collaborators. Hearing loss prevalence and years lived with disability, 1990-2019: Findings from the Global Burden of Disease study 2019. Lancet. 2021.
3) NHS, 2016. Commissioning Services for People with Hearing Loss. NHS England.

Hávaðatengd heyrnarskerðing
Hljóð geta verið skaðleg og valdið heyrnarskerðingu séu þau nógu hávær. Jafnvel stutt viðvera í miklum hávaða, án heyrnarhlífa, getur valdið varanlegri skemmd heyrn. Hávaðatengd heyrnarskerðing getur átt sér stað á löngum tíma eða gerst skyndilegan hávaða eins og sprengingu eða hvell. Einstaklingar sem eru útsettir fyr hávaða í starfi sínu eins og t.d. vélstjórar, smiðir og starfsfólk í verksmiðjum ætt nota heyrnarhlífar til að koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar á hyrn. Því hærra sem hljóðið er í dB, þeim um skemmri tíma getur viðkomandi verið í slíku umhverfi án þess að hljóðið eða hávaðinn valdi skaða á heyrn.
Hljóð/hávaði er getur verið skaðlegur heyrn ef: