fbpx

Þráðlaus aukabúnaður

Þráðlaus hljóðstreyming fá iPhone og Android tækjum*

Þú getur auðveldlega streymt símtali, tónlist eða hljóðbók úr iPhone í More, Opn S eða Ruby heyrnartæki frá Oticon.  Nýrri gerðir Android síma, sem eru með ASHA möguleika, er einnig hægt að nota með More heyrnartækjunum frá Oticon.

*Android virkar eingöngu með More heyrnartækjum

Þráðlaus tenging við farsíma

Þú getur tengt heyrnartækin þín þráðlaust við iPhone og streymt símtali, tónlist eða öðru hljóði úr símanum þráðlaust í heyrnartækin.  Ef þú ert með nýlega gerð af Android síma sem er með ASHA möguleika* þá getur þú streymt hljóði þráðlaust úr honum í nýju More heyrnartækin.  Með eldri gerðum af Android símum er hægt að nota ConnectClip til að streyma símtali þráðlaust í heyrnartæki og þannig getur þú talað handfrjálst í símann.

*Android virkar eingöngu með More heyrnartækjum

Oticon ON App

Með Oticon ON appinu getur þú á einfaldan hátt stýrt heyrnartækjunum með snjallsímanum þínum. Oticon ON appið gerir þér kleift að breyta hljóðstyrk, skipta um stillingar, skoða rafhlöðustöðu og leita að heyrnartækjunum.

ConnectClip

Þú getur breytt heyrnartækjunum þínum í þráðlaus heyrnartól með ConnectClip og streymt hljóði úr snjallsímanum þínum í heyrnartækin. ConnectClip er með innbyggðum hljóðnema sem gerir þér kleift að nota farsímann alveg handfrjálst. Þú getur einnig notað ConnectClip sem fjarhljóðnema, t.d. á fyrirlestrum. Hljóðnemann er hægt að festa á þann sem talar og þannig streymist hljóð frá fyrirlesara beint í heyrnartækin þín.

Drægni allt að 20 metrar.

Verð: 46.000 kr

Sjónvarp og tónlist

Þú getur breytt heyrnartækjunum þínum í þráðlaus heyrnartól með sjónvarpsboxinu frá Oticon. Sjónvarpsboxið gerir þér kleift að:

  • Streyma hljóði þráðlaust frá sjónvarpinu í heyrnartækin
  • Velja þann hljóðstyrk sem passar þér best án þess að hafa áhrif á þann hljóðstyrk sem aðrir í kringum þig kjósa að velja
  • Nota Oticon ON appið sem fjarstýringu fyrir hljóðstyrk sem streymt er úr sjónvarpinu
Drægni allt að 15 metrar.

Verð: 26.000 kr

Þráðlausir tengimöguleikar

Heyrnartæki frá Oticon eru fyrstu tækin í heiminum sem geta tengst öðrum tækjum á internetinu. Þú getur fengið tilkynningu í heyrnartækin þegar einhver hringir dyrabjöllunni þinni eða látið heyrnartækin kveikja á ljósunum heima hjá þér. Möguleikarnir eru óteljandi. Notaðu Oticon ON appið til að tengjast öðrum internettengdum snjalltækjum sem eru samhæfð tækni IFTTT.com.