fbpx

Heyrnartæki

Heyrnartæki sem skynja hvað þú vilt hlusta á

Intent frá Oticon eru fyrstu heyrnartækin í heiminum sem eru fær um að skynja á hvað þú vilt hlusta. Einstök fjórvíddartækni í Intent gerir tækjunum kleift að nema höfuð- og líkamshreyfingar þínar, skynja hvort þú sért í virku samtali og greina nákvæmlega hljóðumhverfið sem þú ert í. Þannig vita Intent heyrnartækin hvað það er sem þú vilt beina athygli þinni að eða hlusta á og veita þér hámarkshjálp hverju sinni

Endurhlaðanleg heyrnartæki

Intent eru endurhlaðanleg heyrnartæki. Með endurhlaðanlegum heyrnartækjum losnar þú við umstang sem fylgir reglulegum rafhlöðuskiptum. Þú getur hlaðið tækin meðan þú sefur en full hleðsla tekur eingöngu 2 klst. og skilar 20 klst. notkunartíma. Ef þú þarft að endurhlaða á sama sólarhring, þá skellir þú tækjunum í hleðslustöðina í t.d. 30 mín. og það skilar þér 8 klst. virkni til viðbótar*

*Áætluð virkni og endingartími rafhlöðu byggist á notkun, stillingum, heyrnarskerðingu, hljóðumhverfi, aldri rafhlöðu og notkun á þráðlausum aukabúnaði.