fbpx

Viðgerðir

Viðgerðir

Við getum gert minniháttar viðgerðir á heyrnartækjum á verkstæði okkar í Glæsibæ. Minniháttar viðgerðir taka sjaldnast meira en sólarhring og oft er hægt að fá tækið til baka samdægurs.

Hafi heyrnartækið orðið fyrir verulegu hnjaski eða þarfnast meiriháttar viðgerðar er tækið sent út til framleiðanda í Danmörku. Slík viðgerð getur tekið 10-14 daga. Þegar því er viðkomið getum við lánað þér heyrnartæki meðan tæki er í viðgerð.

Gott er að ganga úr skugga um að búið sé að skipta um rafhlöðu, mergsíu eða keilu og hreinsa loftop eða hlustarstykki áður en komið er með tæki til viðgerðar.