fbpx

Persónuvernd

Persónuverndarstefna Heyrnartækni ehf.

Heyrnartækni er annt um persónuvernd og leggur því ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar sem við meðhöndlum í okkar starfsemi og tryggja lögmæta notkun þeirra.

Hugtakið „persónuupplýsingar“ tekur til allra upplýsinga sem tengja má við ákveðinn einstakling, beint eða óbeint, t.d. nafn, kennitala, notendanafn, símanúmer, tölvupóstfang, ljósmynd o.s.frv.

Hér er yfirlit um það hvernig við virðum réttindi einstaklinga við söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi okkar.

  • Heyrnartækni meðhöndlar einungis persónuupplýsingar í fyrirfram ákveðnum tilgangi og á grundvelli viðhlítandi heimildar. Heyrnartækni meðhöndlar eingöngu persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita viðskiptavinum umbeðna heilbrigðisþjónustu.
  • Heyrnartækni grípur til viðeigandi öryggisráðstafana til þess að varðveita persónuupplýsingar og vernda þær gegn óviðkomandi aðilum.
  • Heyrnartækni deilir ekki persónuupplýsingum með öðrum aðilum nema nauðyn krefji og að fyrir liggi viðhlítandi heimild skv. lögum eða samningi. Heyrnartækni mun aldrei selja persónuupplýsingar til þriðju aðila.
  • Heyrnartækni varðveitir ekki persónuupplýsingar þínar lengur en þörf krefur eða gildandi lög á hverjum tíma áskilja.

Hér að neðan getur þú kynnt þér persónuverndarstefnu okkar nánar. Í henni eru m.a. veittar upplýsingar um það hvaða persónuupplýsingar Heyrnartækni meðhöndlar, í hvaða tilgangi við meðhöndlum þær og á grundvelli hvaða heimildar, hversu lengi við varðveitum persónuupplýsingar, með hverjum við deilum þeim og loks um réttindi einstaklinga vegna notkunar okkar á persónuupplýsingum.

Fyrirspurnum varðandi persónuverndarstefnu þessa eða notkun Heyrnartækni á persónuupplýsingum um þig má beina á netfangið personuvernd@heyrnartaekni.is eða með bréfapósti til: Heyrnartækni, Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík.

Heyrnartækni er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga

Heyrnartækni veitir þjónustu í tengslum við greiningu á heyrnarskerðingu, ráðgjöf, sölu og viðgerðir á heyrnartækjum. Heyrnartækni er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þá starfsemi og samkvæmt stefnu þessari.

Heyrnartækni er til húsa að Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík. Síminn hjá okkur er 568-6880.

Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar þínar?

Við notum persónuupplýsingar þínar í eftirfarandi tilgangi:

Þjónusta og ráðgjöf

Við þurfum að mæla heyrn viðskiptavina og vinna úr þeim upplýsingum til að geta veitt umbeðna ráðgjöf og þjónustu í tengslum við kaup, stillingu eða viðgerð á heyrnartæki. Til þess þurfum við einnig að skrá niður upplýsingar eins og nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer viðkomandi einstaklings. Lögum samkvæmt ber okkur enn fremur að færa ákveðnar upplýsingar um viðskiptavini í sjúkraskrá.

Daglegur rekstur

Við kunnum að meðhöndla og varðveita persónuupplýsingar í daglegri starfsemi okkar, svo sem vegna innra bókhalds og reikningagerðar, endurskoðunar og áhættumats, staðfestingar á greiðslukorti og kerfisprófana. Einnig kunnum við að nota persónuupplýsingar til að fá álit á þjónustu okkar eða í markaðsskyni. Þá áskilja ýmis lög og reglugerðir eins og bókhaldslög og lög um sjúklinga að við söfnum og varðveitum nánar tilgreindar upplýsingar um viðskiptavini okkar í ákveðinn tíma og geta slíkar upplýsingar innihaldið persónuupplýsingar um þig. Sömuleiðis kunnum við að vinna persónuupplýsingar vegna beiðna eða fyrirmæla stjórnvalda þar um.
Óskir þú eftir afriti af persónuupplýsingum þínum eða eyðingu þeirra kallar slíkt jafnframt á meðhöndlun okkar á viðkomandi upplýsingum.

Lagalegar kröfur og ágreiningsmál

Við gætum meðhöndlað persónuupplýsingar til að standa vörð um lagalega hagsmuni okkar sem fyrirtækis eða vegna starfsmanna okkar, s.s. í tengslum við hvers konar ágreiningsmál eða útistandandi kröfur.

Á hvaða grundvelli vinnum við persónuupplýsingarnar þínar?

Heyrnartækni meðhöndlar einungis persónuupplýsingar að lögmætur grundvöllur fyrir vinnslunni sé fyrir hendi. Vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum mun í flestum tilvikum byggja á eftirfarandi heimildum:

Vinnsla nauðsynleg vegna framkvæmdar samnings

Við kunnum að meðhöndla persónuupplýsingar þínar til að geta veitt þér umbeðna þjónustu samkvæmt samningi, svo sem vegna kaupa á heyrnartæki og viðgerða/stillinga á því, eða til að gera ráðstafanir áður en gengið er til samninga varðandi þjónustuna. Meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum er þá nauðsynleg til að efna samninginn og veita þjónustu samkvæmt efni hans. Við þurfum t.d. að afla tengiliðaupplýsinga, upplýsinga um kennitölu og greiðslukortaupplýsinga við veitingu þjónustu.

Vinnsla byggir á samþykki þínu

Við kunnum að vinna tilteknar upplýsingar um þig á grundvelli samþykkis sem þú hefur veitt okkur fyrir vinnslunni. Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki sem þú hefur veitt okkur fyrir vinnslu persónuupplýsinga, en það getur þó haft
áhrif á möguleika okkar til að veita þér ráðgjöf sem þú hefur óskað eftir.

Vinnsla nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem á okkur hvílir

Sem fyrirtæki sem starfar á heilbrigðissviði er okkur lagalega skylt að vinna ákveðnar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Okkur er til dæmis skylt að færa í sjúkraskrá og varðveita nauðsynlegar upplýsingar vegna meðferðar þinnar, eins og nafn þitt, heimilisfang og kennitölu, nánasta aðstandanda sem og þætti varðandi skoðun og greiningu á heyrn þinni.

Vinnsla byggir á lögmætum hagsmunum okkar

Vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum gæti byggst á lögmætum hagsmunum okkar af vinnslunni, svo sem ef við þurfum að verja lagaleg réttindi okkar, verjast kröfum eða setja fram kröfur vegna vanefnda.

Fáum við persónuupplýsingar um þig frá þriðja aðila?

Í tengslum við meðferð þína hjá okkur gætum við í sumum tilvikum móttekið persónuupplýsingar um heilsufar þitt frá læknum og öðrum sérfræðingum í formi vottorða og læknablaða. Slíkar upplýsingar meðhöndlum við með sama örugga hætti og upplýsingar sem við öflum sjálf.

Deilum við persónuupplýsingum þínum með öðrum?

Heyrnartækni mun ekki selja persónuupplýsingar þínar til þriðju aðila. Um persónuupplýsingar sem Heyrnartækni safnar og meðhöndlar ríkir fullkominn trúnaður og er starfsfólk fyrirtækisins bundið þagnarskyldu um efni og tilvist þeirra. Okkur kann að vera nauðsynlegt að deila persónuupplýsingum með þriðju aðilum í vissum tilvikum. Meðal slíkra aðila er viðskiptabanki okkar, korta- og greiðslumiðlunarfyrirtæki og aðilar sem við eigum í samstarfi við vegna þjónustu á heyrnartækjum, eins og heilsugæslustöðvar, heilbrigðisstarfsfólk og framleiðendur heyrnartækja. Einnig kann Heyrnartækni að afhenda persónuupplýsingar til upplýsingatæknifyrirtækja vegna reksturs- og hýsingar upplýsingakerfa og skýjaþjónustu.

Framangreindir aðilar eru annað hvort bundnir þagnarskyldu að lögum eða hafa ábyrgst að þeir uppfylli kröfur persónuverndarlaga um vernd réttinda þinna.

Hversu lengi varðveitum við persónuupplýsingar þínar?

Við varðveitum persónuupplýsingar ekki lengur en okkur er nauðsynlegt eða skylt að lögum með hliðsjón af þeim tilgangi sem við vinnum upplýsingarnar. Mismunandi varðveislutími getur átt við eftir tegund og eðli persónuupplýsinga.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

Heyrnartækni leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn glötun og óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Dæmi um slíkar öryggisráðstafanir eru aðgangsstýringar að tölvum þar sem persónuupplýsingar kunna að vera vistaðar, fræðsla til starfsmanna um öryggisráðstafanir, viðbragðsferlar komi til öryggisbresta og samningar við vinnsluaðila okkar varðandi örugga meðferð persónuupplýsinga.

Hver er réttur þinn vegna notkunar Heyrnartækni á persónuupplýsingum þínum?

Þú átt rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum um þig sem við kunnum að hafa undir höndum, krefjast leiðréttingar á röngum eða ófullnægjandi persónuupplýsingum, takmörkunar á vinnslu þeirra og í sumum tilvikum eyðingu persónuupplýsinganna. Þú hefur enn fremur heimild til að krefjast afhendingar persónuupplýsinga sem þú hefur veitt okkur.

Þegar við meðhöndlum upplýsingar um þig á grundvelli samþykkis þíns hefur þú heimild til að afturkalla samþykkið hvenær sem er. Vinsamlegast athugaðu að
afturköllun samþykkis getur þýtt að okkur er ókleift að veita þér tiltekna þjónustu eða ráðgjöf sem þú hefur óskað eftir. Hið sama gildir ef þú ferð fram á að við eyðum tilteknum persónuupplýsingum um þig. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem farið hefur fram á grundvelli samþykkisins fram að afturkölluninni.

Framangreind réttindi eru háð takmörkunum, svo sem þegar vinnsla persónuupplýsinga byggir á lagaskyldu sem á okkur hvílir en þá er hugsanlegt að okkur sé óheimilt að eyða upplýsingunum. Við munum taka beiðni varðandi persónuupplýsingar þínar til afgreiðslu eins fljótt og auðið er til að tryggja að réttindum þínum sé framfylgt. Til að tryggja að persónuupplýsingum sé einungis deilt með réttum eiganda þeirra áskiljum við okkur rétt til að óska eftir framvísun skilríkja. Við munum veita þér upplýsingar um allar ákvarðanir og aðgerðir vegna beiðni þinnar innan 30 daga frá móttöku hennar.

Þú hefur einnig rétt á að senda inn kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar
okkar á persónuupplýsingum þínum. Kvörtun má senda skriflega á:

Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland

Síðast yfirfarið og uppfært, 8. apríl 2020