Real heyrnartæki
Helstu eiginleikar Real
- Nákvæm og eðlileg hljóðupplifun
- Hámarkshjálp fyrir heilann
- Framúrskarandi skýrleiki
- Minni áreynsla við hlustun
- Háþróuð hljóðvinnsla
- Hannað til að veita þér þægindi
- Öflug vörn gegn vindhljóðum
HELSTU EIGINLEIKAR REAL
Skýr og eðlileg hljóðupplifun
Real heyrnartækin færa þér skýra og eðilega upplifun á hljóðum í umhverfinu og hjálpa þér að vera með á nótunum og taka þátt í samræðum.
Hámarkshjálp fyrir heilann
Real heyrnartækin veita þér aðgang að öllum hljóðum sem skipta máli og eru þannig hönnuð til að veita heilanum hámarksstuðning.
Framúrskarandi skýrleiki
Real heyrnartækin draga niður í skyndilegum hávaða og óæskilegum hljóðum á sama tíma og skýrleika í talmáli er viðhaldið.
Öflug vörn gegn vindhljóðum
Ofurhröð hljóðvinnsla og einstök tæki í Real gerir þeim kleift að draga úr hávaða sem skapast vegna loftstreymis frá vindi.
Skýr og eðlileg hljóðupplifun
Það er hætta á að þú missir af upplýsingum ef þú heyrir ekki öll hljóð í umhverfinu. Heilinn þarf að leggja meira á sig til að fylla í eyðurnar, sem getur verið þreytandi, og gert þér erfiðara fyrir að upplifa það sem er að gerast í kringum þig. Nýju Real heyrnartækin frá Oticon færa þér skýra og eðlilega upplifun á hljóðum í umhverfinu sem gera daginn eftirminnilegan og halda huga þínum vakandi og skörpum.
Hámarkshjálp fyrir heilann
Nýjar rannsóknir styðja við BrainHearing tækni í Oticon heyrnartækjum og staðfesta að meiri hljóðupplýsingar hjálpi heilanum að vinna úr hljóðum*. Real heyrnartækin veita þér aðgang að öllum hljóðum sem skipta máli og eru þannig hönnuð til að veita heilanum hámarksstuðning.
*O’Sullivan, J., et al,. 2019. Neuron., 104(6), pp.1195-1209. *Hausfeld, L., et al. 2018. NeuroImage, 181, pp. 617-626. *Puvvada, K. C., and Simon, J. Z. 2017. Journal of Neuroscience, 37(38), pp.9189-9196. *Man, B. and Ng, E. 2020. Oticon Whitepaper
Framúrskarandi skýrleiki
Einstök tækni í Real heyrnartækjunum gerir þeim kleift að draga niður í skyndilegum háværum hljóðum á sama tíma og skýrleika í talmáli er viðhaldið. Þannig geta Real heyrnartækin hjálpað þér að fylgja eftir samræðum með meiri nákvæmni og dregið úr áreynslu við hlustun.
Ofurhröð og öflug vörn gegn vindhljóðum
Hljóð frá vindi hafa lengi verið vandamál meðal heyrnartækjanotenda. Loftstreymi frá vindi getur orsakað flökt við hljóðnema heyrnartækja og leitt til þess að notendur upplifa óþægileg hljóð frá heyrnartækjunum í vindi. Ofurhröð hljóðvinnsla og einstök tækni í Real gerir tækjunum kleift að draga úr hávaða frá vindi og færa þér betri aðgang að talmáli í vindasömum aðstæðum.
Hannað til að veita þér þægindi
Skyndileg hljóð, hvort sem þau eru hávær eða lágvær, eru hluti af okkar daglega lífi og geta haft truflandi áhrif á talgreiningu. Real heyrnartækin koma jafnvægi á truflandi hljóð í umhverfinu eins og skyndilegum hávaða, vindgnauði og skráfhljóðum þegar þú handleikur tækin. Þessi tækni færir þér meiri þægindi í daglegri notkun og dregur úr áreynslu við hlustun.
Háþróuð gervigreindartækni og falleg hönnun
Real heyrnartækin búa yfir þróaðri gervigreindartækni, svo kölluðu djúptauganeti, sem hefur lært að þekkja allar tegundir hljóða og smáatriði í þeim. Þessi tækni gerir tækjunum kleift að vita hvernig hljóð eiga að hljóma og færa þér þannig nákvæmari og eðlilegri hljóðupplifun. Real heyrnartækin eru fáanleg í þrem tækniflokkum og níu litum.
Handfrjáls símtöl og þráðlaus hljóðstreyming
Real heyrnartækin bjóða upp á margskonar tengimöguleika með hágæða hlustunarupplifun. Þú getur tengt Real heyrnartækin við óteljandi tæki og streymt tónlist, símtali eða notað Oticon Companion appið til að stjórna heyrnartækjunum.
Ef þú ert með iPhone getur þú streymt hljóði þráðlaust úr símanum í heyrnartækin og til baka úr þeim í farsímann. Þannig getur þú talað handfrjálst með Real og iPhone*
*Virkar með iPhone 11 með iOS 15.2 eða nýrri kynslóð/uppfærslu
Endurhlaðanleg heyrnartæki
Þú getur fengið Real heyrnartækin með endurhlaðanlegum eða einnota rafhlöðum. Með endurhlaðanlegum rafhlöðum losnar þú við umstang sem fylgir reglulegum rafhlöðuskiptum. Þú getur hlaðið tækin meðan þú sefur en full hleðsla tekur 3 klst. Full hleðsla skilar 24 klst. notkunartíma eða 16-20 klst. virkni með hljóðstreymingu.