fbpx

Viðgerðir

Minniháttar viðgerðir á heyrnartækjum er hægt að framkvæma á verkstæði Heyrnartækni. Viðgerðin tekur þá sjaldnast meira en einn sólarhring en oft er hægt að fá tækið til baka samdægurs.

Ef tæki hefur orðið fyrir verulegu hnjaski eða það er einhverra hluta vegna ekki hægt að framkvæma viðgerð hjá Heyrnartækni þá þarf að senda tækið út til viðgerðar. Tækið er þá sent til framleiðanda í Danmörku og getur viðgerð þá tekið 10 - 14 daga. Þegar því er viðkomið þá getur Heyrnartækni lánað heyrnartæki á meðan tæki er í viðgerð.

Gangið ávallt úr skugga um að búið sé að skipta um rafhlöðu, mergsíu eða keilu og hreinsa loftop eða hlustarstykki áður en komið er með tæki til viðgerðar.

Tekið er á móti tækjum til viðgerðar alla virka daga frá 8.30 - 17.00 nema á föstudögum til 16.00.

Nánari upplýsingar eru í síma 568 6880.