fbpx

Tegundir heyrnarskerðingar

Til eru þrjár tegundir af heyrnarskerðingu: leiðniheyrnartap, skyntaugaheyrnartap og blönduð heyrnarskerðing (þegar um er að ræða bæði leiðslutruflun og skyntaugatap).

Leiðniheyrnartap

Leiðniheyrnartap er vegna vandamála í ytra- og miðeyra sem geta komið í veg fyrir að hljóð berist til innra eyrans. Algengustu orsakir geta verið uppsafnaður eyrnamergur í eyrnagöngum, gat á hljóðhimnu, vökvi í miðeyra og skemmd eða sýking smábeina sem eru í miðeyra.

Skyntaugaheyrnartap

Þessi gerð heyrnarskerðingar kemur fram þegar fíngerðar skyntaugafrumur eða hárfrumur í innra eyra verða fyrir skemmdum. Það veldur truflun á rafboðum til heyrnartaugarinnar sem flytur boð um hljóð til heilans. Algengasta ástæðan fyrir þessari tegund af heyrnarskerðingu er hækkandi aldur og viðvera í miklum hávaða. Í flestum tilfellum er um varanlega heyrnarskerðingu að ræða.