fbpx

Notkun heyrnartækja í upphafi

Til að byrja með getur verið að þér finnist öll hljóð of há. Þetta er eðlilegt og hefur ekkert með að gera að tækin séu of hátt stillt.

Best er að nota heyrnartækin eins mikið og hægt er fyrstu dagana, reyna að vera heima við og forðast aðstæður þar sem er mikill kliður og hávaði, svo heilinn fái tíma til að aðlagast breytingunum.

Ef það eru stillinga- og hljóðstyrkshnappar á heyrnartækjunum þínum þá skaltu bíða með að fikta í þeim þar til þú hefur öðlast næga reynslu með tækin. Treystu sjálfvirku stillingunum fyrst um sinn.

Þegar þér finnst þú tilbúin/-n til að prófa hinar ýmsu hljóðstillingar þá færðu meira út úr heyrnartækjunum en áður.

Til að fá sem mesta ánægju út úr því að nota heyrnartækin verður þú að vita við hverju má búast. Því meiri sem heyrnarskerðingin er því líklegra er að þér finnist öll nýju hljóðin og hljóðstyrkur þeirra of mikill til að byrja með. Því opnara og eðlilegra hljóð sem er í heyrnartækinu- því auðveldara verður aðlögunarferlið.

Smelltu hér til að skoða myndbönd á heimasíðu Oticon um hvernig heyrnartæki eru sett í eyrað og tekin út