fbpx

Fyrsta skrefið í átt að betri heyrn

Að fara og láta mæla heyrnina er fyrsta skerfið í átt að betri heyrn – og það er auðveldara að stíga það en þú heldur. Skoðun eyrna og heyrnarmæling tekur ekki langan tíma og er alveg sársaukalaus.

Gott er að fá fjölskyldumeðlm eða vin með sér sem hjálpar þér að muna það sem sagt er. Áður en mætt er í heyrnarmælingu er gott að rifja upp þær aðstæður sem þér reynist erfitt að heyra í og jafnvel skrifa þær niður á blað.

Ekki er æskilegt að vera í miklum hávaða rétt áður en farið er í heyrnarmælingu.

Margir eiga erfitt með að heyra samtal í umhverfishávaða og klið eins og t.d. á fundum, í samkvæmum, á veitingastöðum og í verslunum. Þegar þú hefur komist að niðurstöðu um hvaða staðir eru mikilvægastir fyrir þig og hvar þú vildir heyra skýrar er gott að ræða það við sérfræðinginn svo hann viti betur hvaða aðstæður skipta þig mestu máli.

Panta tíma í heyrnarmælingu