Eftirfarandi eru nokkur dæmi um einkenni heyrnarskerðingar sem viðkomandi getur orðið var við:
- Að finnast fólk muldra, tala óskýrt eða lægra en það er vant að gera
- Að horfa meira á varir/andlit viðmælenda til að fylgja eftir samtali
- Að eiga í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið
- Þurfa að hækka hljóðstyrk í sjónvarpi eða útvarpi umfram það sem öðrum fjöskyldumeðlimum finnst eðlilegt/þægilegt
- Finnast erfitt að heyra í leikhúsi, kirkju eða öðrum samkomum
Ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur haft ýmis áhrif á líf þitt og samskipti. Dæmi um vandamál sem geta komið upp vegna heyrnarskerðingar eru: einbeitingaskortur, minnkuð félagsvirkni, samskiptaerfiðleikar, pirringur, kvíði og þreyta.
Rannsóknir sýna að rétt meðhöndlun á heyrnarskerðingu hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega vellíðan. Það er enginn vafi á því að þegar þú ferð að hugsa um heyrnina þá mun líf þitt verða mun ánægjulegra.
Heyrnarskerðing hefur ekki bara áhrif á þig heldur einnig á fólkið sem umgengst þig. Hvort sem um er að ræða þýðingarmiklar umræður eða spjall á léttum nótum þá verða skoðanaskiptin hægari en áður vegna hægari viðbragða og verða fljótt mjög þreytandi.
Hugsum okkur að bestu vinir þínir séu í kvöldmat hjá þér. Þú reynir að hlusta á hvað þeir eru að segja en heyrir bara óskýrt tal. Þegar sagður er brandari reynir þú að ná aðalatriðinu - þú hlærð þegar vinir þínir hlægja en heyrir ekki það sem skipti máli. Á endanum dregur þú þig í hlé.
Í stað þess að bíða eftir því að fólkið í kringum þig missi alla þolinmæði og ýti þér af stað til að taka næsta skerf, hvernig væri að taka næsta skerf sjálf/-ur?