Aldurstengd heyrnarskerðing
Með aldrinum minnka hæfileikar okkar til að heyra mjúk hátíðnihljóð. Fuglasöngur er eitthvað sem vel er hægt að lifa án en þegar viðkomandi heyrir ekki aðalatriði á fundum og samkomum er vandamálið mun stærra.
Hávaðatengd heyrnarskerðing
Þessi tegund heyrnarskerðingar verður til vegna mikillar viðveru í hávaða. Hún er algeng hjá vélvirkjum, lögreglumönnum, smiðum, starsfólki í verksmiðjum, bændum og leikskólakennurum svo nokkur dæmi séu nefnd. Rokktónleikar og notkun MP3 spilara geta einnig valdið skemmdum á heyrn.