fbpx

Orsakir heyrnarskerðingar

Heyrnarskerðing tengist oftast hækkandi aldri en það eru undantekningar á því. Þó fólk á öllum aldri geti misst heyrn gerist það einna helst eftir 65 ára aldurinn. Aðrar orskair heyrnarskerðingar geta verið sýkingar, meiðsli eða fæðingargallar svo eitthvað sé nefnt.

Aldurstengd heyrnarskerðing

Með aldrinum minnka hæfileikar okkar til að heyra mjúk hátíðnihljóð. Fuglasöngur er eitthvað sem vel er hægt að lifa án en þegar viðkomandi heyrir ekki aðalatriði á fundum og samkomum er vandamálið mun stærra.

Hávaðatengd heyrnarskerðing

Þessi tegund heyrnarskerðingar verður til vegna mikillar viðveru í hávaða. Hún er algeng hjá vélvirkjum, lögreglumönnum, smiðum, starsfólki í verksmiðjum, bændum og leikskólakennurum svo nokkur dæmi séu nefnd. Rokktónleikar og notkun MP3 spilara geta einnig valdið skemmdum á heyrn.