fbpx

Lærðu að heyra á ný

Heyrnartæki geta haft jákvæð áhrif á líf þitt. Hins vegar eru heyrnartæki ekki eins og gleraugu sem bæta sjón þína um leið og þau eru sett upp.

Til að byrja með geta sum hljóð verið hærri en áður og jafnvel hljómað hálf undarlega. Helsta ástæðan fyrir þessu er sú að heilinn man ekki hverning það var að heyra þessi hljóð og hann er að reyna að læra hvernig á að meðtaka þau aftur.

Þú kemur til með að heyra raddir og hljóð sem þú hefur ekki heyrt í langan tíma. Fyrst þarf heilinn að greina þessi hljóð. Því næst þarf hann að læra að einbeita sér að þeim orðum sem eru mikilvæg og sía önnur hljóð frá. Þegar þú kemst í æfingu við að greina þessi hljóð og hefur vanist heyrnartækjunum, þá verður erfiðara verður fyrir þig að vera án þeirra.

Eftir að hafa notað heyrnartækin í nokkrar vikur getur verið tímabært að fara aftur til Heyrnartækni og láta stilla tækin. Þegar þessar stillingar hafa verið gerðar þá getur þú æft þig meira og náð því besta út úr tækjunum þínum.