Ruby heyrnartæki

Ruby setur nýtt viðmið í milliverðflokki
Nýju Ruby heyrnartækin eru afar öflug og vel útbúin tæknimöguleikum. Hljómgæði, sjálfvirk vinnsla úr umhverfishljóðum, IP68 vatnsheldni, þráðlausir tengimöguleikar og hleðslurafhlöður eru allt kostir sem Ruby heyrnartækin búa yfir.

Laust við ýl of flaut
Flestir heyrnartækjanotendur þekkja leiðindin við að það ýli í heyrnartækjunum þegar komið er nálægt þeim eða við ákveðnar hreyfingar. Ruby heyrnartækin hafa nýja ýlfurvarnartækni sem kemur í veg fyrir ýlhljóð eða flaut áður en það heyrist.

3 tíma hleðsla gefur endingu fyrir heilan dag
Það gæti ekki verið auðveldara að byrja að nota endurhlaðanleg Ruby heyrnartæki. Þú setur einfaldlega heyrnartækin í hleðslustöðina áður en þú ferð að sofa. Tækin eru síðan fullhlaðin næsta dag, einnig til að streyma hljóði. Full hleðsla skilar 18 klst. í notkun heyrnartækjanna, þar með talið 5 klst. hljóðstreymi frá t.d. farsíma.

Auðveld tenging við önnur tæki
Ruby gefur þér kost á þráðlausri hágæða hljóðstreymingu frá ýmsum tækjum og að tala handfrjálst í síma. Með Oticon ON appinu er hægt að nota snjallsíma sem fjarstýringu og breyta hljóðstyrk og skipta á milli hlustunarstillinga. Þú hefur kost á að streyma hljóði frá sjónvarpi beint í Ruby heyrnartækin og heyra þannig mun skýrar talmál.