fbpx

Opn S heyrnartæki

Opn S heyrnartæki

Einstök 360° hljóðúrvinnsla sem skilar margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum.

Helstu eiginleikar Opn S

  • 360° hljóðupplifun
  • Á pari við eðlilega heyrn
  • Endurhlaðanleg heyrnartæki
  • Laust við ýl og flaut
  • Auðveld tenging við síma og önnur tæki
  • Vatnshelt (IP68)

Opn S heyrnartækin færa þér 360° hljóðupplifun

Byltingarkennd tækni í Opn S heyrnartækjunum gerir þér kleift að fylgjast með samtali allt í kringum þig í stað þess að þurfa að einbeita þér að einum viðmælanda. Eldri kynslóð heyrnartækja skipti yfir á stefnuvirka hljóðnema til að takast á við krefjandi aðstæður eins og í fjölmenni og klið. Sú aðferð skildi notandann eftir með þrönga hljóðupplifun. Opn S heyrnartækin ráða við að skanna allt hljóðumhverfið til að aðgreina talmál frá hávaða í 360° kringum þig. Einstaklega hröð hljóðúrvinnsla í Opn S gerir þér því kleift að heyra í mörgum viðmælendum í einu og þannig getur þú valið hvert þú vilt beina athygli þinni hverju sinni.

Njóttu talskilnings á pari við eðlilega heyrn*

Stærsta áskorun einstaklinga með skerta heyrn er að fylgjast með samtali í fjölmenni og klið. Opn S heyrnartækin frá Oticon skanna allt hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm hljóðúrvinnsla í Opn S heyrnartækjunum skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja.

* Juul Jensen 2018. Oticon white paper, Oticon Opn S1. Einstaklingar með hefðbundna heyrnarskerðingu og vel stillt Opn S heyrnartæki í umhverfishávaða.

Opn S er hægt að fá með endurhlaðanlegum rafhlöðum

Það gæti ekki verið auðveldara að byrja að nota endurhlaðanleg Opn S heyrnartæki. Þú setur einfaldlega heyrnartækin í hleðslustöðina áður en þú ferð að sofa. Tækin eru síðan fullhlaðin næsta dag, einnig til að streyma hljóði. Full hleðsla skilar 18 klst. í notkun heyrnartækjanna, þar með talið 5 klst. hljóðstreymi frá t.d. farsíma.

Einstakur ýlfurvarnarbúnaður í Opn S

Ástæða fyrir ýli eða blísturshljóði frá heyrnartæki er sú að hljóð frá tækinu lekur út og er endurmagnað í tækinu. Það getur t.d. gerst þegar eitthvað kemur nálægt heyrnartækinu, eins og þegar þú faðmar einhvern eða setur símtól yfir eyrað. Þetta vandamál hefur reynst erfitt að leysa þar til nú. Byltingarkennd tækni í Opn S heyrnartækjum stöðvar allt ýl eða endurmögnun hljóðs áður en það á sér stað. Þú þarft því ekki lengur að hafa áhyggjur af því að heyrnartækin þín ýli eða blístri.

Auðveld tenging við síma og önnur tæki

Þú getur tengt Opn S heyrnartækin þráðlaust við iPhone og þannig streymt símtali eða tónlist úr símanum beint í heyrnartækin. Ef þú ert með Android síma þá getur þú fengið ofurnett tæki sem er einskonar klemma sem tengist símanum þráðlaust. Opn S heyrnartækin geta jafnframt tengst öðrum tækjum á internetinu. Þannig getur þú t.d. fengið tilkynningu í heyrnartækin þegar einhver hringir dyrabjöllunni þinni eða látið heyrnartækin kveikja á ljósunum heima hjá þér. Möguleikarnir eru óteljandi.