Opn heyrnartæki

Helstu eiginleikar Opn
- 360° hljóðupplifun
- Hröð og nákvæm hljóðvinnsla
- Sérsmíðað í hlust
- Ósýnilegt í eyra
HELSTU EIGINLEIKAR OPN

360° hljóðupplifun
Opn heyrnartækin eru með tækni sem auðveldar heilanum að vinna úr hljóðum allt í kringum þig.

Hröð hljóðvinnsla
Hljóðvinnslan í Opn er einstaklega nákvæm og hröð.

Sérsmíðað í hlust
Opn heyrnartækin eru eingöngu fáanleg sérsmíðuð í eyra.

Ósýnilegt í eyra
Hægt er að sérsmíðað Opn heyrnartæki sem er ósýnilegt í eyra.

Opn heyrnartækin færa þér 360° hljóðupplifun
Byltingarkennd tækni í Opn heyrnartækjunum gerir þér kleift að fylgjast með samtali allt í kringum þig í stað þess að þurfa að einbeita þér að einum viðmælanda. Eldri kynslóð heyrnartækja skipti yfir á stefnuvirka hljóðnema til að takast á við krefjandi aðstæður eins og í fjölmenni og klið. Sú aðferð skildi notandann eftir með þrönga hljóðupplifun. Opn heyrnartækin ráða við að skanna allt hljóðumhverfið til að aðgreina talmál frá hávaða í 360° kringum þig. Einstaklega hröð hljóðúrvinnsla í Opn gerir þér því kleift að heyra í mörgum viðmælendum í einu og þannig getur þú valið hvert þú vilt beina athygli þinni hverju sinni.

Hröð og nákvæm hljóðvinnsla
Stærsta áskorun einstaklinga með skerta heyrn er að fylgjast með samtali í fjölmenni og klið. Opn heyrnartækin frá Oticon skanna allt hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm hljóðúrvinnsla í Opn heyrnartækjunum skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum.

Þú getur fengið Opn heyrnartæki sem er nánast ósýnilegt í hlust
Opn heyrnartækin er hægt að fá í svokallaðri IIC útfærslu (e. Invisible in the canal) en þá eru tækin svo lítil og liggja djúpt í hlustinni að þau eru ósýnileg öðrum. Það ferð eftir lögun og stærð eyrnaganga hvort hægt er að sérsmíða IIC heyrnartæki. Eins hefur alvarleiki heyrnarskerðingar áhrif á hvort sú lausn hentar.