More heyrnartæki

Helstu eiginleikar More
- Skýr og einstök hljómgæði
- Innbyggt djúptauganet
- 12 milljónir hljóðdæma
- Hámarkshjálp fyrir heilann
- Betri talskilingur
- Einstakir tengimöguleikar
- Endurhlaðanleg heyrnartæki
HELSTU EIGINLEIKAR MORE

Skýr og einstök hljómgæði
More heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 500 sinnum á sekúndu og skila nákvæmri greiningu á öllum hljóðum í margbreytilegu hljóðumhverfi.

Innbyggt djúptauganet
Í stað hefðbundinna reiknilíkana, þá nota More heyrnartækin djúptauganet til að greina og vinna úr hljóði.

Hámarkshjálp fyrir heilann
More heyrnartækin veita þér aðgang að öllum hljóðum sem skipta máli og eru þannig hönnuð til að veita heilanum hámarksstuðning.

Betri talskilningur með More
More heyrnartækin bæta talskilning í krefjandi, sem og hljóðlátu umhverfi. Nákvæm hljóðúrvinnsla í More auðveldar þér að fylgja eftir og taka þátt í samræðum.

Skýr og einstök hljómgæði
More heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 500 sinnum á sekúndu og skila nákvæmri greiningu á öllum hljóðum í margbreytilegu hljóðumhverfi. Meiri blæbrigði í hljóðumhverfinu hjálpa heilanum að staðsetja og greina áhugaverð hljóð. More heyrnartækin skila ekki bara nákvæmri og eðlilegri upplifun á einstökum hljóðum heldur einnig skýrari og skarpari andstæðum á milli hljóða.

Heyrnartæki með innbyggt djúptauganet*
Í stað hefðbundinna reiknilíkana, þá nota More heyrnartækin djúptauganet til að greina og vinna úr hljóði. Djúptauganet eru þjálfuð með stórum gagnasöfnum og þessi einstaka tækni er t.d. notuð í sjálfkeyrandi bílum og við andlitsgreiningu í fasímum. Hægt er að þjálfa djúptauganet til að þekkja og greina hljóð á svipaðan hátt heilinn. Með vel þjálfuðu djúptauganeti er hægt að tryggja gríðarlega nákvæmni í úrvinnslu og mögnun á hljóðum í umhverfinu. Þessi byltingarkennda tækni gerir More heyrnartækjunum kleift að skapa skýrari skil á milli hljóða og að dempa niður óæskilegan hávaða.
*Deep Neural Network

12 milljónir hljóðdæma
Djúptauganetið í More heyrnartækjunum var þjálfað með 12 milljón hljóðdæmum sem leggur grunninn að hljóðúrvinnslu í More. Þessi einstaka tækni gerir More heyrnartækjunum kleift að bera stöðugt saman raunveruleg hljóðdæmi við hljóð í umhverfinu. Þetta leiðir til þess að framsetning allra hljóða verður einstaklega skýr og nákvæm.

Hámarks hjálp fyrir heilann
Nýlegar rannsóknir styðja við BrainHearing hugmyndafræði og tækni í Oticon heyrnartækjum og staðfesta að meiri hljóðupplýsingar hjálpa heilanum að vinna úr hljóðum*. Nýju More heyrnartækin frá Oticon veita þér aðgang að öllum hljóðum sem skipta máli og eru þannig hönnuð til að veita heilanum hámarksstuðning. Einstök tæki í More skilar þér skýrari skýrari hljóðum í betri gæðum en nokkru sinni fyrr.
*O’Sullivan, J., et al,. 2019. Hierarchical Encoding of Attended Auditory Objects in Multi- talker Speech Perception. Neuron., 104(6), pp.1195-1209. *Hausfeld, L., et al. 2018. Cortical tracking of multiple streams outside the focus of attention in naturalistic auditory scenes. NeuroImage, 181, pp. 617-626. *Puvvada, K. C., and Simon, J. Z. 2017. Cortical representations of speech in a multitalker auditory scene. Journal of Neuroscience, 37(38), pp.9189-9196. *Man, B. and Ng, E. 2020. BrainHearing – The new perspective. Oticon Whitepaper

Betri talskilningur með More
More heyrnartækin bæta talskilning um 15% í samanburði við Opn S*, sem þykja einnig framúrskarandi heyrnartæki frá Oticon. Með More heyrnartækjunum verður enn auðveldara að fylgja eftir og taka þátt í samræðum, í krefjandi, sem og hljóðlátu umhverfi.
* Santurette, et al., 2020. Oticon More clinical evidence. Oticon Whitepaper. More heyrnartæki borin saman við Opn S heyrnartæki

Einstakir tengimöguleikar
More heyrnartækin bjóða upp á margskonar tenigmöguleika með hágæða hlustunarupplifun. Þú getur tengt More heyrnartækin við óteljandi tæki og streymt tónlist, símtali eða notað Oticon ON appið til að stjórna heyrnartækjunum. Þráðlaus Bluetooth tækni gerir þetta mögulegt.
Ef þú ert með iPhone þá getur þú streymt hljóði þráðlaust úr símanum í heyrnartækin og til baka úr heyrnartækjunum í farsímann. Þannig getur þú talað handfrjálst með More og iPhone*.
*Virkar með iPhone 11 með iOS 15.2 eða nýrri kynslóð/uppfærslu.

Endurhlaðanleg heyrnartæki
Þú getur fengið More heyrnartækin með endurhlaðanlegum eða einnota rafhlöðum. Með endurhlaðanlegum rafhlöðum losnar þú við umstang sem fylgir reglulegum rafhlöðuskiptum. Þú þarft að hlaða tækin þegar þú sefur en full hleðsla tekur 3 klst. Full hleðsla skilar 24 klst. notkunartíma eða 16-20 klst. virkni með hljóðstreymingu.
**Áætluð virkni og endingartími rafhlöðu byggist á notkun, stillingum, heyrnarskerðingu, hljóðumhverfi, aldri á rafhlöðu og notkun á þráðlausum búnaði.

MyMusic tónlistarstilling í More heyrnartækjum
Oticon hefur þróað einstaka tónlistarstillingu fyrir More heyrnartækjanotendur. Tónlist er með miklu stærra hljóð- og tíðnisvið en talmál og þar af leiðandi þarf að nálgast úrvinnslu hennar á annan hátt. Tæknin í MyMusic byggir á nýrri nálgun í hljóðvinnslu sem gerir heynartækjunum kleift að fanga flókin blæbrigði tónlistar og varðveita náttúrulega dýnamík.
MyMusic hefur hlotið viðurkennd nýsköpunarverðlaun (CES 2022 Innovation Award). MyMusic skilar notendum framúrskarandi hljómgæðum og bætir hlustunarupplifun. MyMusic er sett upp sem aukastilling í heyrnartækjunum og hægt er að virkja það t.d. með því að skipta um stillingu í ON appinu.