Starfsfólk Heyrnartækni viðheldur sóttvarnarráðstöfunum og fylgir almennum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda vegna COVID-19.
Við biðjum viðskiptavini um að koma með andlitsgrímu í bókaða tíma þar sem möguleiki er á að ekki sé hægt að halda 2 metra reglunni, eins og t.d. við eyrnaskoðun og í heyrnarmælingu.

Smellið hér til að sjá leiðbeiningar um notkun á andlitsgrímum
- Sameiginleg svæði eru sótthreinsuð reglulega
- Allir snertifletir ásamt mælitækjum eru sótthreinsuð á milli viðskiptavina.
- Handspritt er við inngang, í móttöku og í öllum herbergjum.
- Greinagóðar merkingar eru á gólfum sem gefa til kynna 2 metra á milli einstaklinga
- Við hvetjum viðskiptavini til að nota snertilausar greiðslulausnir
Við viljum benda á að viðskiptavinir mega ekki koma inn á stöðina ef þeir:
- Eru í sóttkví
- Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku)
- Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
- Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, breyting á bragð- og lyktarskyni)