Starfsfólk Heyrnartækni viðheldur sóttvarnarráðstöfunum og fylgir almennum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda vegna COVID-19.
Við biðjum viðskiptavini sem eru með COVID-19 og/eða með öndunarfæraeinkenni, eins og kvef eða hósta, um að halda sig til hlés og bóka þess í stað nýjan tíma þegar þeir eru einkennalausir.

- Sameiginleg svæði eru sótthreinsuð reglulega
- Allir snertifletir ásamt mælitækjum eru sótthreinsuð á milli viðskiptavina.
- Handspritt er við inngang, í móttöku og í öllum herbergjum.
- Við hvetjum viðskiptavini til að nota snertilausar greiðslulausnir