Streymir Pro

Nýji Streymir Pro er hjartað í ConnectLine búnaðinum.  Streymir Pro gerir þér kleift að skifta um stillingar í heyrnartækjunum, breyta hjóðstyrk og streyma hljóði frá margskonar hljóðgjöfum.

Streymir Pro tekur á móti hljóðmerki og sendir það þráðlaust, beint í heyrnartækin.  Þannig breytir Streymir heyrnartækjum í lítil þráðlaus heyrnartól.  Hljóðsending í gegnum Streymi er án merkjanlegarar tafar og passar þannig við myndir sem fylgja hljóði.  Þetta getur skipt sköpum þegar verið er að horfa á sjónvarp eða nota tölvuna.

Fullkomið kerfi

Streymir Pro var hannaður og prófaður ítarlega með heyrnartækjanotendur í huga.  Dagleg notkun er eins einföld og hægt er.  Streymir Pro svipar til MP3 spilara í útliti og er borinn með sérstöku bandi um hálsinn, í brjóstvasa eða með beltisklemmu. 

Smelltu hér til að komast inn á hjálparsíðu Oticon um Streymi Pro

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880