Þarf ég heyrnartæki?

Heyrir þú illa í fjölmenni eða klið? Hváir þú oft? Taktu stutt heyrnarpróf til að kanna hvort þú sért með einhver einkenni heynarskerðingar.

Heyrninni getur hrakað mjög hægt, svo hægt að oft er erfitt að átta sig á breytingunni. Í raun eru miklar líkur á að vinir, samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir átti sig á vandamálinu á undan þér. Þeir þurfa oft að endurtaka það sem þeir segja við þig eða hafa orð á því að þú sért ekki að hlusta. Þeir geta orðið pirraðir á hávaðanum sem kemur frá sjónvarpinu vegna þess hve hátt það er stillt. Einnig geta þeir furðað sig á því hvers vegna þú ferð ekki til dyra þegar dyrabjöllunni er hringt eða svarar ekki þegar síminn hringir.

Smelltu hér til að taka stutt heyrnarpróf . Það er einfalt, sársaukalaust og tekur stutta stund en gæti verið fyrsta skref þitt í átt að betri heyrn.

Athugaðu að þetta próf kemur ekki í staðinn fyrir heyrnarmælingu með heyrnarmæli en niðurstöðurnar geta gefið vísbendingar um hvort þörf sé á að meta heyrn þína hjá fagmanni.


Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880