Heyrnartæki til prufu

Við bjóðum upp á að fá heyrnartæki til prufu i vikutíma sé þess óskað. Við tökum ekki neitt gjald fyrir að fá tæki til prufu hjá okkur en sé þörf á að smíða hlustarstykki með heyrnartækinu þá er rukkað fyrir það og gengur sá kostnaður upp í verð tækjanna séu þau keypt.

Að fá tæki til prufu hentar mörgum sem eru að fá heyrnartæki í fyrsta sinn og eru óöryggir með það hversu mikið heyrnartæki geta bætt heyrnarskerðinguna. Reyndir heyrnartækjanotendur leita líka stundum eftir því að fá heyrnartæki til prufu til að bera ný heyrnartæki saman við núverandi tæki en það getur verið gagnlegt til að ákveða hvort tími sé kominn til að skipta um heyrnartæki.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880