Kostir

Opn frá Oticon - ný tegund heyrnartækja
Hlustaðu á marga viðmælendur í hávaðasömu umhverfi.  Einbeittu þér að því sem þér finnst mikilvægt og færðu athyglina á þann sem þú vilt hlusta á.

Hefðbundin tækni borið saman við tækni í Opn heyrnartækjum
Hefðbundin heyrnartæki fókusera á einn aðila sem talar en dempa hljóð frá öðrum á meðan.  Opn heyrnartæki opna á allt hljóðumhverfið til að taka á móti tali frá mörgum viðmælendum og gera þér kleift að taka virkan þátt í samræðum með mörgum þátttakendum.
Smelltu HÉR til að nálgast meiri fróðleik.  Ath. efnið er á ensku.

Einfaldlega það besta
Opn frá Oticon er besta og fullkomnasta heyrnartækið sem Oticon hefur nokkurn tímann búið til.  Glæsilegt, nett og fáanlegt í 8 ólíkum litum sem falla vel að húð- eða hárlit.  Þú getur líka valið áberandi lit sem stendur upp úr eins og skart þegar einhver sér tækinu bregða fyrir.
Smelltu HÉR til að nálgast meiri fróðleik.  Ath. efnið er á ensku.

Heyrðu betur, mundu meira með minni fyrirhöfn
Opn heyrnartækið frá Oticon bætir getu þína til að skilja talmál um 30%, jafnvel í krefjandi umhverfi, borið saman við eldri kynslóð heyrnartækja.  Fyrir þig þýðir þetta minni áreynsla við hlustun.  Þú þarft ekki að leggja eins hart að þér til að skilja og það getur hjálpað þér að muna meira af því sem þú heyrir.
Smelltu HÉR til að nálgast meiri fróðleik.  Ath. efnið er á ensku.

Fádæma hröð úrvinnsla
50 sinnum hraðari en fyrri kynslóð*.  Skannar umhverfið þitt 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða.  Hjálpar heyrnartækjunum þínum að vinna saman til að greina hvaðan hljóð berst.  Allt gert til að gera heilanum kleift að skilja hljóð betur með minni áreynslu.  Þannig getur þú notið fyllri og eðlilegri hljóðmyndar.
Smelltu HÉR til að nálgast meiri fróðleik.  Ath. efnið er á ensku.

Gerð fyrir lífið
Opn heyrnartækin frá Oticon eru hönnuð til að nota í öllum daglegum aðstæðum.  Allir lykilþættir í Opn eru nanó húðaðir að innan og utan.  Sterk og áreiðanleg.  Opn heyrnartækin eru flokkuð í IP68 staðal sem þýðir að þau eru ryk og vatnsheld.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af svita eða bleytu í rigningu.  Þú átt þó ekki að fara með tækin í sturtu eða vatnsíþróttir - þau eru ekki hönnuð fyrir það.

Gerð fyrir iPhone
Notaðu heyrnartækin eins og heyrnartól til að tala í símann eða streyma tónlist beint í þau.
Smelltu HÉR til að nálgast meiri fróðleik.  Ath. efnið er á ensku.

Útlit tækja

Lítil tæki með mikla virkni
Opn miniRITE heyrnartæki frá Oticon eru nett og búa yfir gnægð af nýjum eiginleikum og virkniþáttum.  Þessi vinsælu bak við eyra tæki eru með einföldum takka sem auðveldar þér að breyta hljóðstyrk og skipta um stillingar í tækinu.  Opn heyrnartækin eru knúin áfram af örsmárri 312 rafhlöðu og fáanleg í 8 litum.

Tækni

Fyllri og skilmerkilegri hljóðupplifun
Opn heyrnartækin frá Oticon eru með nýrri örflögu sem heitir Velox.  Þessi pínulitla en öfluga flaga skilar ofurhraðri og nákvæmri hljóðgreiningu og úrvinnslu sem styður við getu heilans til að ná merkingu úr hljóðum.

1.200 milljón aðgerðir á sekúndu!
Velox örflagan í Opn er með 64 rásum sem tryggir skýra og nákvæma hljóðvinnslu til að hjálpa þér að aðgreina tal frá hávaða.  Velox örflagan skannar umhverfið meira en 100 sinnum á sekúndu og ræður við 1.200 milljón aðgerðir á sekúndu!  Það er nógu hratt til að fylgja eftir samtali margra í fjölmenni þannig að þú getir staðsett, fylgt eftir og breytt fókus á hljóð sem þú vilt heyra.

Tvö samskiptakerfi í einu heyrnartæki
Njóttu þess að tengjast öðrum tækjum þráðlaust á auðveldan hátt án þess að draga úr hljómgæðum.  Í fyrsta sinn, fyrir tilstuðlan TwinLink, vinna tvö einstök samskiptakerfi í einu og sama heyrnartækinu.  Annað kerfið gerir heyrnartækjunum kleift að tala við hvort annað sem skilar þér nákvæmari hljóðupplifun og auðveldar þér að greina hvaðan hljóð eru að berast.  Hitt kerfið sér um þráðlaus samskipti við önnur tæki eins og iPhone og aðra snjallsíma, sjónvarp, tölvur og fleira.  Kostirnir við þessi tvö samskiptakerfi eru ótvíræðir - Betri heyrn og auðveldir tengimöguleikar með lágmarks rafhlöðunotkun.

Heyrðu betur, mundu meira með minni fyrirhöfn
OpenSound Navigator getur á snjallan hátt ráðið við tal og hávaða frá mörgum stöðum. Þannig getur þú fókuserað á samtal samtímis þess sem þú getur veitt því eftirtekt hvað annað fólk er að segja og því sem er að gerast í kringum.

Staðsettu hljóð betur
Þú getur hæglega staðsett, fylgt eftir og skipt um fókus á hljóðum í kringum þig, jafnvel í krefjandi aðstæðum.  Spatial Sound LX viðheldur eðlilegum mun á hljóðstyrk milli eyrna svo þú getir betur staðsett uppruna og stefnu hljóða í umhverfi þínu.

Betri talskilningur, jafnvel í hávaðasömum aðstæðum
Fylgdu eftir samtali í krefjandi umhverfi.  Speech Guard LX viðheldur skýrum hljómgæðum og smáatriðum í talmáli sem bætir getu þína til að skilja talmál í hávaða.  Fylgdu eftir samtölum - allt frá lágværu tali til háværs róms - með minni áreynslu, jafnvel með mörgum viðmælendum sem eru allir að keppast um athygli þína.

Auðveldar þér að skilja lágvært talmál
Veik og lágvær hljóð sem koma fram í 70% aðstæðum og samtölum eru oft ill heyranleg hjá fólki með skerta heyrn.  Soft Speech Booster LX gerir lágvær og veik hljóð heyranlegri og hjálpar þér að skilja þau um 20% betur en áður.

Betra hljóð, minni truflanir
Hjóðupplifun verður fyllri og betri þegar þú hlustar á tónlist eða tekur þátt í samræðum í hávaðasömu umhverfi.  Þegar hlustað er á tónlist eða spjallað við vini í t.d. matarboði eða á íþróttaviðburði þá eru hljóðtoppar oft hærri en flest heyrnartæki ráða við.  Clear Dynamics stækka dýnamíska hljóðsviðið þannig að þú getur notið betri hljómgæða án truflana, jafnvel í hávaða.

Minna vindgnauð
Wind Noise Management verndar gegn óþægindum út af hávaða frá vindi.  Það greinir umhverfið 500 sinnum á sekúndu til að nema og bæla niður hávaða frá vindi, jafnvel milli orða í samtali.  Meiri þægindi við að hlusta,  jafnvel á vindasömum degi.

Smelltu HÉR til að nálgast meiri fróðleik.  Ath. efnið er á ensku.

Verð

Tegund 1 tæki 1 tæki með NG* 2 tæki 2 tæki með NG*
Opn 1 kr. 284.000 kr. 234.000 kr. 568.000 kr. 468.000
Opn 2 kr. 244.000 kr. 194.000 kr. 488.000 kr. 388.000
Opn 3 kr. 199.000 kr. 149.000 kr. 398.000 kr. 298.000

* NG = Niðurgreiðsla eða styrkur frá Sjúkratryggingum Íslands

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880