fbpx

Stutt heyrnarpróf

Þarf ég heyrnartæki?

Heyrir þú illa í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala óskýrt eða hváir þú oft? Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan þá getur þú nálgast stutt heyrnarpróf. Ath. hlekkurinn leiðir þig inn á heimasíðu “Hear-it” og prófið er á ensku. Við ráðleggjum þér að nota heyrnartól og vera í hljóðlátu umhverfi á meðan þú tekur prófið. Prófið getur gefið vísbendingar um hvort þörf sé á að leita sérfræðiaðstoðar og láta mæla heyrnina nákvæmlega.

 

Stutt heyrnarpróf

Merktu við þau atriði sem þú telur eiga við þig. Niðurstaðan getur gefið vísbendingar um hvort tímabært sé að fara í nánari skoðun og heyrnarmælingu

Kemur niðurstaðan á óvart?

Heyrninni getur hrakað mjög hægt, svo hægt að oft er erfitt að átta sig á breytingunni. Í raun eru líkur á að vinir, samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir átti sig á vandamálinu á undan þér. Þeir þurfa oft að endurtaka það sem þeir segja við þig eða hafa orð á því að þú sért ekki að hlusta. Þeir geta orðið pirraðir á hávaðanum sem kemur frá sjónvarpinu vegna þess hve hátt það er stillt. Einnig geta þeir furðað sig á því hvers vegna þú ferð ekki til dyra þegar dyrabjöllunni er hringt eða svarar ekki þegar síminn hringir.

Athugaðu að þetta próf kemur ekki í staðinn fyrir heyrnarmælingu með heyrnarmæli en niðurstöðurnar geta gefið vísbendingar um hvort þörf sé á að meta heyrn þína hjá fagmanni.